Stoppleikhópurinn og nýja leikárið.

Jæja þá erum við loksins lögð af stað með nýja leikárið okkar en það hófst formlega þann 22 september sl. með frumsýningu á: "Óráðni maðurinn" eftir Þorvald Þorsteinsson.

Frumsýningin gekk ljómandi vel og leikhópurinn brunar nú í grunn og framhaldsskóla með sýninguna. Framundan eru sýningar á Suðurlandi, Suðurnesjum og stór-höfuðborgarsvæðinu.

Aðrar sýningar eru einnig að fara af stað t.d. "Eldfærin" eftir sögu H.C.Andersen í leikgerð Margrétar Kaaber. Þetta er söguleiksýning eða "storytelling" í bland við skuggaleikhús og fiðluleik.

Semsagt sannkallaður ævintýraeinleikur.

Sýningar á Hrafnkötlu hefjast um næstu mánaðarmót en þetta er 4 leikárið á sýningunni. Samtals hefur verkið verið sýnt í 110 skipti.

Svo í lokin er gaman að geta þess að leik og grunnskólar eru löngu byrjaðir að bóka Jólaleikritið okkar: "Jólin hennar Jóru" eftir Eggert Kaaber og Katrínu Þorkelsdóttur".

Nóg framundan og leikárið rétt að byrja.

Með Stoppleikhópskveðju

Eggert Kaaber.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

STOPP-leikhópurinn

Höfundur

STOPP-leikhópurinn
STOPP-leikhópurinn
Stoppleikhópurinn var stofnaður árið 1995 með það að markmiði að sýna íslenskum börnum og unglingum heiminn í gegnum leikhúsið. Á þessum árum hefur leikhópurinn frumsýnt 20 ný íslensk leikrit og leikgerðir sem öll hafa að einhverju leiti fræðslu og forvarnarlegt gildi, um leið og þau skemmta og vekja áhorfendann til umhugsunar. Leikhópurinn er einnig ferðaleikhús sem getur sýnt verk sín hvar og hvenær sem er um allt land.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...hca-1855_2
  • ...alslfb
  • Óráðni Maðurinn
  • Hrafnkell
  • Þrymskviða

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 241

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband