Stoppleikhópurinn kominn á fullt eftir jólafrí.

Stoppleikhópurnn er kominn á fullt eftir jólafrí en hann var í miklu stuði fyrir jólin og sýndi um 30 sýningar frá lok nóvember til jóla. Var þar jólaleikritið: "Jólin hennar Jóru" fremst í flokki ásamt: "Óráðna manninum", "Eldfærum" H.C.Andersens, "Þrymskviðu og Iðunnareplin" og "Hrafnkelssögu Freysgoða".

Stoppleikhópurinn hóf svo nýja árið á leikför til Snæfellsnes dagana 14 og 15 janúar. Sýnt var í Grunnskólanum á Stykkishólmi, Grundarfirði og í Ólafsvík.

Leiksýningin var lífsleiknileikritið: “Óráðni maðurinn” eftir Þorvald Þorsteinsson.

Verkið fjallar um leikarahjón sem virðast hafa lokast inni í eigin leikhúsi. Eiginmaðurinn hefur ekki lengur áhuga á að leika en er því áhugasamari um alls kyns leikmuni og búninga. Frúin, sem jafnframt er leikskáldið og leikstjórinn í þeirra lífi, getur ómögulega gert upp við sig í hvaða hlutverki hún njóti sín best – og í hvaða búningi. Þegar ungur ljósmyndari birtist í þeim tilgangi að mynda frúna fyrir tímaritsviðtal fara hinir undarlegustu hlutir að koma í ljós, enda alls ekki á hreinu á hvers vegum hann er í raun og veru. Og mikilvægar spurningar byrja að skjóta upp kollinum: Hver er ekta og hver skáldaður í þessu verki? Hver er skrifaður af hverjum – svona yfirleitt? Hvað verður um persónuna þegar leikritinu lýkur? Erum við kannski að taka þátt í fleiri leikritum en við kærum okkur um? Verkið er ætlað elstu bekkjum grunnskólans og yngstu bekkjum framhaldsskólans en sýningin mun nýtast vel í lífsleiknikennslu og til uppbyggilegrar umræðu innan skólans.Leikstjóri er Sigrún Sól Ólafsdóttir. Leikarar eru: Katrín Þorkelsdóttir, Magnús Guðmundsson og Sigurður Eyberg Jóhannesson. Leikmynd og búninga gerir Þorvaldur Þorsteinsson sem jafnframt er höfundur verksins. Verkið var frumsýnt í lok september 2007. www.stoppleikhopurinn.com

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

STOPP-leikhópurinn

Höfundur

STOPP-leikhópurinn
STOPP-leikhópurinn
Stoppleikhópurinn var stofnaður árið 1995 með það að markmiði að sýna íslenskum börnum og unglingum heiminn í gegnum leikhúsið. Á þessum árum hefur leikhópurinn frumsýnt 20 ný íslensk leikrit og leikgerðir sem öll hafa að einhverju leiti fræðslu og forvarnarlegt gildi, um leið og þau skemmta og vekja áhorfendann til umhugsunar. Leikhópurinn er einnig ferðaleikhús sem getur sýnt verk sín hvar og hvenær sem er um allt land.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...hca-1855_2
  • ...alslfb
  • Óráðni Maðurinn
  • Hrafnkell
  • Þrymskviða

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband