20.1.2008 | 23:54
Stoppleikhópurinn kominn á fullt eftir jólafrí.
Stoppleikhópurnn er kominn á fullt eftir jólafrí en hann var í miklu stuði fyrir jólin og sýndi um 30 sýningar frá lok nóvember til jóla. Var þar jólaleikritið: "Jólin hennar Jóru" fremst í flokki ásamt: "Óráðna manninum", "Eldfærum" H.C.Andersens, "Þrymskviðu og Iðunnareplin" og "Hrafnkelssögu Freysgoða".
Stoppleikhópurinn hóf svo nýja árið á leikför til Snæfellsnes dagana 14 og 15 janúar. Sýnt var í Grunnskólanum á Stykkishólmi, Grundarfirði og í Ólafsvík.
Leiksýningin var lífsleiknileikritið: Óráðni maðurinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Verkið fjallar um leikarahjón sem virðast hafa lokast inni í eigin leikhúsi. Eiginmaðurinn hefur ekki lengur áhuga á að leika en er því áhugasamari um alls kyns leikmuni og búninga. Frúin, sem jafnframt er leikskáldið og leikstjórinn í þeirra lífi, getur ómögulega gert upp við sig í hvaða hlutverki hún njóti sín best og í hvaða búningi. Þegar ungur ljósmyndari birtist í þeim tilgangi að mynda frúna fyrir tímaritsviðtal fara hinir undarlegustu hlutir að koma í ljós, enda alls ekki á hreinu á hvers vegum hann er í raun og veru. Og mikilvægar spurningar byrja að skjóta upp kollinum: Hver er ekta og hver skáldaður í þessu verki? Hver er skrifaður af hverjum svona yfirleitt? Hvað verður um persónuna þegar leikritinu lýkur? Erum við kannski að taka þátt í fleiri leikritum en við kærum okkur um? Verkið er ætlað elstu bekkjum grunnskólans og yngstu bekkjum framhaldsskólans en sýningin mun nýtast vel í lífsleiknikennslu og til uppbyggilegrar umræðu innan skólans.Leikstjóri er Sigrún Sól Ólafsdóttir. Leikarar eru: Katrín Þorkelsdóttir, Magnús Guðmundsson og Sigurður Eyberg Jóhannesson. Leikmynd og búninga gerir Þorvaldur Þorsteinsson sem jafnframt er höfundur verksins. Verkið var frumsýnt í lok september 2007. www.stoppleikhopurinn.com
Um bloggið
STOPP-leikhópurinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.