23.10.2007 | 23:31
Stoppleikhópurinn og nýja leikárið.
Jæja þá erum við loksins lögð af stað með nýja leikárið okkar en það hófst formlega þann 22 september sl. með frumsýningu á: "Óráðni maðurinn" eftir Þorvald Þorsteinsson.
Frumsýningin gekk ljómandi vel og leikhópurinn brunar nú í grunn og framhaldsskóla með sýninguna. Framundan eru sýningar á Suðurlandi, Suðurnesjum og stór-höfuðborgarsvæðinu.
Aðrar sýningar eru einnig að fara af stað t.d. "Eldfærin" eftir sögu H.C.Andersen í leikgerð Margrétar Kaaber. Þetta er söguleiksýning eða "storytelling" í bland við skuggaleikhús og fiðluleik.
Semsagt sannkallaður ævintýraeinleikur.
Sýningar á Hrafnkötlu hefjast um næstu mánaðarmót en þetta er 4 leikárið á sýningunni. Samtals hefur verkið verið sýnt í 110 skipti.
Svo í lokin er gaman að geta þess að leik og grunnskólar eru löngu byrjaðir að bóka Jólaleikritið okkar: "Jólin hennar Jóru" eftir Eggert Kaaber og Katrínu Þorkelsdóttur".
Nóg framundan og leikárið rétt að byrja.
Með Stoppleikhópskveðju
Eggert Kaaber.
Um bloggið
STOPP-leikhópurinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.